Wednesday, January 28, 2009

Árið sem er nýliðið...

Vá, hvað getur maður sagt. Ekkert - einfaldlega útaf því að fréttir af bankakreppu og lausafjárþurrð eru búnar að taka allt laust pláss í hausnum á manni undanfarna mánuði! Hard drive full!

En af því að mér leiðist að tala um "ástandið í dag" þá ætla ég að gera svona "best of 2008 - lista"... and here goes...

Besti mánuðurinn: Júlí - út af sumarfríi
Besti dagurinn : Uhhh....
Vefur ársins 2008: ég verð að segja Facebook - allavega miðað við tímann sem ég eyði þar.
Afþreying ársins: Battlefield: Bad company xbox leikurinn minn.
Kvikmynd ársins: Into the Wild
Lag ársins : Society - Eddie Vedder (beautiful)
Drykkur ársins: kaffi - tvímælalaust!
Maður ársins: pabbi minn
Kona ársins: mamma mín
Það gáfulegasta sem ég gerði á árinu 2008: fara ekki út í húsnæðiskaup
Það heimskulegasta sem ég gerði á árinu 2008: kaupa peningabréf (urrrr)
Pirringur ársins: íslenskir ráðamenn og orðið "aðgerðapakki".
Lærdómur ársins: Aldrei treysta fólki sem talar um "enga áhættu" og "háa vexti" í sömu setningu.
Flík ársins: Brúna og hvíta síða peysan mín. Svooo hlýýýý...
Orð ársins: Tap!
Útlendingur ársins: Obama
Matur ársins: karrýkjötsúpan hans Jóa - og rækjukokteill!
Dýr ársins: Tveir einmana ísbirnir.


Er þetta ekki svona allt þetta helsta? Hélt það sko...

Næst mun ég blogga í mars...(ef áfram heldur sem horfir)

Loveyou guys!

Thursday, October 09, 2008

Hversu ömurlegur...

... bloggari er ég??

Þið sem ennþá nennið að lesa fyrirgefið mér vonandi.

Þrátt fyrir fjölmiðlaterror og kreppu þá hef ég það bara fínt. Já, ég er ein af þeim sem að veit ekki hvort minn eini sparnaður (í peningabréfum Landsbankans) er týndur og tröllum gefinn.

So??

Þetta eru bara peningar og ég er orðin soldið leið á því að forsætisráðherra segi mér að vera róleg, óttast ekki og hlúa að fjölskyldunni minni.

Ég tók ekki þátt í "góðærinu" á Íslandi. Ég held að ég hafi bara hreinlega misst af því !!! Ég var alltaf að bíða eftir því að röðin kæmi að mér að fara til útlanda þrisvar á ári og kaupa nýjan Land Cruiser. Nú eða eignast einbýlishús í Leirvogstungu með innbyggðri halogenlýsingu, tyrkneskum marmaraborðum og platínuhúðuðum blöndunartækjum. En fuck... ég missti af þessu öllu!!!

Svo núna situr maður bara eins og sökker í vinnunni sinni. Ég sem ætlaði líka að verða stórlax í viðskiptum og eignast fyrirtæki sem endaði annað hvort á Group eða Invest! Kommon... ég ætlaði að fá 20 mill. í mánaðarlaun FYRIR UTAN bónusgreiðslur.

Og þyrlan maður... þyrlan! Hún átti að vera gul með bleikum spöðum og vera þekkt um gjörvallan heiminn sem "flotta gula þyrlan"! Og... þið vitið... ég ætlaði að vera ótrúlega ríka konan sem ætti flottu gulu þyrluna :(

Fötin mín ætlaði ég EINGÖNGU að kaupa sérsaumuð af flippuðum, ofmetnum hönnuðum á ofskynjunarlyfjum.

Laxveiði átti að verða nýja áhugamálið mitt og jafnvel veiði á dýrum í útrýmingarhættu. Maður verður jú að gera eitthvað spes þegar maður er ríkur.Skítt með það þó að það sé hundleiðinlegt að sveifla einhverri veiðistöng - það er SVALT! Og myndi óneitanlega segja hversu rík ég væri.

Kannski myndi ég henda einni og einni millu í einhver vinsæl góðgerðarsamtök eins og Unicef. Bara til að geta brosað auðmjúk framan í fréttaljósmyndarana, látandi af hendi ofvaxna ávísun með fullt af núllum. Því að þegar maður er ríkur þá er maður ótrúlega góðhjartaður, er það ekki?

Í afmælispartýinu mínu ætlaði ég að sameina gömlu góðu KISS til að spila undir borðum og jafnvel fá einhvern fyndinn eins og David Letterman til að vera veislustjóra. Vá hvað allir myndu öfunda mig og fólk myndi verða mjög uppi með sér að vera boðið í afmælið mitt.


En... ég missti af þessu. Sökkerinn ég. Og nú bíður mín ekkert nema vinna og volæði. Vona að þeir sem tóku þátt í þessu hafi notið þess í botn. Þið sendið mér svo bara reikninginn og hann fer beinustu leið í greiðsluþjónustu hjá Nýja Landsbankanum hf.

Blessi ykkur elskurnar (ég hlúi að ykkur í huganum að ráði forsætisráðherra).

Tuesday, June 10, 2008

Whaaaat? Það bloggar!

Vá, er einhver að kíkja á þessa síðu lengur?

Ég veit nú alveg uppá mig skömmina, verandi bloggheimum til skammar... sem og hinum eiginlega mannheimi.

Gott er að frétta fyrir utan minn árlega vinnuleiða. Sólin skín og rigningin stendur sig með prýði. Og þá er ég að tala um á einum og sama deginum! Elskum við ekki Ísland einmitt fyrir þennan margbreytileika? (svona á milli þess sem við segjum "helv.djös. andsk. SKER"!!)

Úr margbreytileika Íslands (mjög óspennandi) yfir í HEILSU (ennþá meira óspennandi). Ég er orðin ótrúlega mikill sérvitringur á hvað ég læt ofan í mig. Í þrjár vikur hef ég ekkert borðað neitt hvítt hveiti, hvítan sykur, ger, lauk, ýsu, gervisykur eða appelsínur. "Hví?" spyrjið þið... af því að ég fór til svona hómópata-náttúrlæknis sem að tengdi mig í svona einskonar rafmagnsstól og setti á mig blöðkur... og bannaði mér í framhaldi að borða áðurgreindan mat þar sem að ég væri með óþol fyrir honum.

Og afhverju fer maður í rafmagnsstól og lætur banna sér að borða góðan mat? Af því að ég er... VAR orðin krónískur magabólgu/magasára-sjúklingur. Og í staðinn fyrir að taka magalyf for ðe rest off mæ læf þá langaði mig að prófa þetta fyrst. Og þetta bara virðist virka so far... það eina sem ég sakna virkilega er laukur og baguette. Annað er með slétt sama um.

Sumarfrí - fer í sumarfrí í næsta mánuði. Ætlum víst bara að vera róleg, ekkert að fara til útlanda. Það stendur víst til að laga blokkina mína... minn hlutur af kostnaði verður 1.5 - 3 milljónir. Aðeins. Ja... ekki nema þið nennið að koma og laga blokkina fyrir mig? Ég skal gefa ykkur pizzu og kók? Ha? Ekki?

Synir mínir eru auðvitað búnir með 2. og 4.bekk. Gekk rosavel og fengu frábærar einkunnir. Stefán fékk m.a.s. 10 í íþróttum og svo um daginn silfurpening fyrir annað sæti á SUNDMÓTI. Er búin að fara fram á DNA rannsókn þar sem að barn hreinlega getur ekki verið svona ólíkt móður sinni, er það?
Þúst... ég og sund... *hryll*

Svakalega þráir maður sólskin eftir þennan langa vetur. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn hvít. Ég er reyndar alveg í stórhættu á að vera ruglað saman við ísbjörn og við vitum að það fer ekki vel fyrir þeim! En það er bara svo óhollt að fara í ljós :( Ekki get ég ætlast til að fá lit utandyra því þó að sólin kæmi þá fæ ég yfirleitt heiftarlegt sólarexem hér á Íslandi. Grænlenskur uppruni minn gerir það að verkum sko.

Jæja, verð víst að fara að vinna... nú eða hanga á Netinu.

Knús og kossar!

P.s. jájá.. ég laug um grænlenska upprunann. En ég er pottþétt írsk í einhverja átt!

Friday, March 07, 2008

Smá öppdeit!

Vá hvað það er eitthvað fjarri mér að blogga þessa dagana. En ég get gefið ykkur smá öppdeit á hvað ég hef gert undanfarna viku:

* Drepist í maganum - er komin með magasár og bólgur aftur full force... mun fara og láta troða myndavél niðrum kokið á mér í næstu viku. Jei.
* Pirrast út í það óendanlega á tölvumálum fyrirtækisins sem ég vinn hjá. Nýtt kerfi og ekkert virkar... ekkert! Hef verið mjög nærri því að taka "Office Space" episód á prentarann hérna.
* Fór með syni mína í klippingu. Það voru margir lokkar sem lágu í valnum enda sprettur hárið á þessum elskum hraðar en arfi.
* Horft á eina og hálfa bíómynd. Önnur var helv. kellingavæl og hin var fín.. á bara eftir að horfa á seinni hlutann af henni.
* Gefið tölvuviðgerðamanni fokkmerki. Þroskað? Nei sennilega ekki... hann snéri reyndar baki í mig þannig að... no harm. Og hann átti það skilið.
* Hlustað á ógrynni af tónlist í vinnunni til að róa mig niður vegna tölvumála.
* Sungið upphátt með heyratól á hausnum í vinnunni við mikinn fögnuð viðstaddra.
* Haldið nokkrar ræður yfir vinnufélögum um fáránleika nútíma ferminga.
* Hlakkað til helgarinnar...

Og nú eru bara 12 mínútur eftir af vinnudeginum og þá er komin helgi... JEEESSSSS!!!

Fariði varlega og hagið ykkur vel um helgina

Knús!

Tuesday, February 12, 2008

Kaflaskiptir dagar

Deginum skipti ég í huganum í kafla, marga og misskemmtilega.

Kafli 1. Vakna
Tvímælalaust leiðinlegasti kaflinn. Mig langar ALLTAF að sofa lengur. Ætla að lofa sjálfri mér hér með að reyna að fara fyrr að sofa. 6 tímar á nóttu eru ekki að duga mér. Búin að gapa eins og krókódíll í allan dag. *geisp*

Kafli 2. Vekja börn
Það getur verið ákaflega tímafrekt og stressvaldandi að reyna að vekja synina. Sá yngri nennir aldrei að vakna. Hann er eins og mamma sín, finnst gott að kúra :). "Eg bara get ekki opnað augun!!" er mjög algeng setning hjá honum. Hann endar þó alltaf með að staulast á fætur (eftir ca. 5 vakningar)og er þá hinn hressasti.

Kafli 3. Föt, morgunmatur, nesti og útiföt.
Eins og nafnið á þessum kafla gefur til kynna, þá felur hann í sér þessi venjulegu morgunverk. Vá hvað 7 og 9 ára skrípi geta verið lengi að borða einn kornflexdisk!

Kafli 4. Vinna - fyrir hádegi.
Það er yfirleitt alveg nóg að gera fram að hádegi og tíminn líður hratt og örugglega.

Kafli 5. Vinna - eftir hádegi.
Mjög misjafn tími. Stundum er mikið að gera, stundum ekki neitt. Eins og núna. Núna blogga ég bara og hangi á Facebook :)

Kafli 6. Úlfatíminn.
Ég kalla þetta úlfatíma því að ég heyrði einu sinni að þessi tími væri oft erfiður á heimilum vegna þreytu heimilisfólks (milli kl. 16-19). Ég er hins vegar ekkert þreyttari á þessum tíma en öðrum. Yfirleitt nóg að gera... versla, taka til, undirbúa mat, láta stráka læra. Þarna fá synirnir líka "tölvutímann sinn" sem er 15-20 mín. á haus. Oft... t.d. í gær þá endar þessi tölvutími með slagsmálum og rifrildi. Vá hvað ég sé eftir þeim degi sem ég leyfði þeim að fara í Playstation 2 í fyrsta skipti! Sem betur fer tekur tölvutíminn fljótt af og þeir geta orðið vinir aftur.

kafli 7. Háttatími barna
Þessi kafli er ofboðslega misjafn. Stundum mjög stuttur og stundum alltof langur. Merkilegt hvað krakkar eru "þyrstir", "svangir", "illt í olnboganum", "hræddir við ljón" eða whatever þegar þeir eiga að fara að sofa. Mínir taka þetta svona í rispum, fara á svona "feis" þar sem þeir eru með endalaust vesen fyrir svefninn. En öllu jafna eru þeir voða góðir að fara að sofa :)

Kafli 8. Mytime!
Þarna nær maður stundum að vinda nokkra hringi ofan af sjálfum sér. Að upplagi chilltími þó að maður sé stundum að þvo þvott eða annað skemmtilegt svona meðfram chillinu. Tölva, sjónvarpsgláp... það gerist hér. Einnig kíkir maður af og til í heimsóknir eða fær slíkar. Þessi kafli er svo afslappandi að ég gleymi oftast að fara að sofa fyrr en alltof seint.


Þess vegna er ég þreytt í dag. Af því að í gær festist ég í æsispennandi tölvuleik og gleymdi stund og stað. Spurning um að breyta Kafla 8. í "Fara strax að sofa".

Ætla að prófa það í kvöld.. nei.. andsk. Er með fokking húsfund :(

Bless you guys, farin að vinna.

Saturday, January 26, 2008

Nýja árið og gamla árið



Einhverra hluta vegna þá er ótrúleg ró heima hjá mér. Gæti hugsanlega tengst því að við fullorðna fólkið erum bara tvö ein heima eins og er og ég er sú eina sem er vakandi :) Verð eiginlega að segja að þögnin er hálfscary.

Árið 2008 hefur farið rólega af stað í mínu lífi og mér finnst ótrúlegt að janúar sé að verða búinn. Það sem af er þessu ári hefur verið skammarlega viðburðarlaust. Veit ekki hvort um sé að kenna "mild" skammdegisþunglyndi en í stuttu máli hefur mér fundist best að sofa bara sem allra mest það sem af er ári. Eiginlega er tímanum sem ég er vakandi frekar illa varið, þar sem ég gæti hugsanlega verið sofandi!!! En því tímabili er sem betur fer lokið. Veit ekki hvort um uppsafnaða þreytu var að ræða eða hvað... En hei... I'm back in buissness!

Árið 2007 var yfir heildina þrælfínt ár. Ég náði að gera nokkra hluti sem hljóta að teljast til afreka hjá vitleysingi eins og mér. Þar ber að nefna (í engri sérstakri röð):

* Skipti um starf og er nú í rólegra, streitulausara starfi. Eða... ég tek til baka þetta með streituleysið. Segjum að nýja starfið sé frekar líkamlega auðveldara :D
* Fór TVISVAR til útlanda. Fyrst í mína langþráðu sólarlandaafslöppunarferð sem að stóðst allar væntingar og svo smá skrepperí til Köben sem átti ekkert skylt við afslöppun :)
* Trúlofaðist kærastanum! Þrátt fyrir yfirlýsingar fyrri ára. Er ég að þroskast? Allavega fannst mér þetta mjög eðlileg þróun fyrir sambandið sem hlýtur að þýða að maður er að gera eitthvað rétt í lífinu. Sko mig!
* Hélt á.. ekki bara einni... heldur TVEIMUR kyrkislöngum í einu. Og já, þær voru lifandi. Og já... þær hreyfðust á meðan ég hélt á þeim. Og já... ég var pínu hrædd.
* Stakk peningaseðli í strenginn hjá gríðarlega heillandi magadansmær. Hún endaði reyndar með því að pranga uppá mig DVD disk með dansatriðum sem ég skal viðurkenna að hafa aldrei horft á.
* Varð "sambýliskona". Kærastinn flutti til mín. Ég er fullorðin núna :D
* Gaf 35 ára kærastanum mínum dúkkur í jólagjöf!
* smakkaði besta White Russian EVER. Ef að ég hefði verið mikið lengur í Búlgaríu hefði ég orðið áfengissjúklingur. Yumm!
* Varð meðeigandi af ofvöxnu sjónvarpi, ofvöxnum ísskáp og "trough the roof" heimabíókerfi! Þarf aldrei að hreyfa mig úr sófanum aftur. Jei!

Svona! Læt þetta duga sem yfirlit ársins. Reyndar "afrekaði" ég það líka að bæta á mig 5 kilóum! En það stendur allt til bóta og gengur bara vel og eðlilega fyrir sig :D

Uhh... var að fatta að þetta með dúkkurnar sem ég gaf kallinum í jólagjöf gæti eitthvað misskilist. Ég gaf honum sko... Kissdúkkur. Svona safnaradæmi frá 1978. Ekki semsagt einhverjar vafasamar dúkkur... ehh já.

Núna ætla ég að fara í smá gönguferð í góða veðrinu. Kannski týnist ég í snjóskafli, kannski ekki.

Knús og kossar á línuna!

Sunday, January 20, 2008

Dundað sér á sunnudegi...

Búin að vera að leika mér á síðu sem heitir
http://www.myheritage.com/FP/Company/tryFaceRecognition.php

Þessi síða þykist finna hvaða selebbum maður líkist mest á tiltekinni mynd.

Hérna er árangurinn :)



Og hérna er svo önnur niðurstaða....



Þetta er mjög fyndið! Og taktu eftir því minn kæri sambýlismaður, að hvergi er mér líkt við Jodie Foster. En vá... ég hefði orðið fúl ef að Danny DeVito hefði komið sem match :D

Prófiði, þetta er gaman þó að því miður sé þetta bullshit út í gegn ;) !

Monday, December 31, 2007

Gleðilegt ár!!




Þessi mynd kemur vissulega nýju ári sáralítið við. Ég bara sá hana á mbl.is í morgun og fannst hún skemmtileg.

Ekki lofar veðurspáin góðu en við ætlum nú bara samt að fara út og kaupa rakettur! Það er þá bara hægt að sprengja þær hérna frammi í stigaganginum, hátt til lofts og sona :-O

Ég mun skrifa áramóta annálinn seinna, langaði bara að kasta á ykkur kveðju... og fiskimyndinni glæsilegu.

Fariði varlega með eldinn og í vonda veðrinu.

Monday, December 24, 2007

Gleðileg jól !!




Hér eru jólaálfarnir þrír að baka piparkökur í gær.... eða laugardaginn ... það myndi sennilega útleggjast sem fyrradag svona seint að kveldi. Þeir stóðu sig með eindæmum vel í bakstri og ekki síður deig-áti sem orsakaði seinna sykursjokk, hvellar raddir og geðsýkisglampa í augum. Þeir voru þó fljótir að jafna sig og endurtóku þá leikinn. Þ.e.a.s. deig-átið ... ekki baksturinn...

Var að klára að pakka inn gjöfum og af hverju er ég ennþá vakandi? Hm? Af þeirri einföldu ástæðu að ég er búin að drekka u.þ.b 42000 kaffibolla í kvöld. Röltum niður Laugarveginn og þó að veðrið hafi verið frábært þá var soldið kalt. Það kallaði á margar kaffihúsaviðkomur sem kallaði á marga kaffibolla í allskyns útfærslum.

Núna í þessum töluðu orðum (pikkuðu orðum) þá er ég ÖLL í glimmeri. Stofan mín er öll í glimmeri, gólfið, borðið... you name it. Það hrundi nebbilega glimmer af ofvöxnum jólaborða sem ég var að baksa með. Og þá meina ég glimmer í tonnavís. Svei mér þá ef að lyklaborðið mitt er ekki orðið allt út í þessu helv....!

En það sem ég ætlaði að gera með þessari bloggfærslu var að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og ég vona innilega að allir hafi það sérlega náðugt yfir hátíðarnar. Það ætla ég allavega að gera!

Har det bra!

P.s. Stefán spurði mig í morgun hvort að ég gæfi þeim í skóinn. Bekkjabróðir hans sagði nefnilega mjög svo sláandi sögu um að hann hafi vaknað við að pabbi hans missti bók í andlitið á honum. Bekkjabróðirinn lagði saman tvo og tvo og fékk út að pabbi hans var að teygja sig í skóinn og klaufaðist til að missa árans bókina!!! Pff.... alltaf þarf einn asni að eyðileggja fyrir öllum hinum. Glætan að þessum pabba verði boðið á næsta foreldrakvöld.

P.s.s. Ég svaraði Stefáni ekki þegar hann spurði mig hvort að ég væri meintur skógjafari. Ég snéri snilldarlega útúr. Snilldarlega.

Wednesday, December 19, 2007

I'm siiiiinging in the raaaiiin...


Sko, hvað gerðist með veðurfarið á þessu landi? Mig langar í snjó, mig langar í skafla og mig langar í frost. Takk. Ég fór varla á fjandans nagladekkin til að keyra um í endalausum pollum?

Jæja, öppdeit af jóla-hlutum-sem-maður-verður-að-gera:


Keyptar jólagjafir: Allar nema ein... Held ég... vona að ég sé ekki að gleyma neinum!
Jólalög sungin: Ég syng oft jólalög. En ég hef t.d. fengið viðbrögðin "þar fór jólaskapið". Mér leiðinlegt ef að ég skemmi jólaskap fólks með engilfögrum söng mínum. Ennn... so be it! :P
Jólakort skrifuð: Öll! Á reyndar eftir að setja þau í póst....
Jólakökur bakaðar: Ég bakaði mínar fyrstu Sörur og þær heppnuðust bara alveg ljómandi vel. Eins bakaði ég piparkökuhús um helgina sem er hérna á myndinni fyrir ofan. Ég er bakaradrengurinn. Hver vill vera Hérastubbur??
Jólaföt keypt: Uhhh... engin handa mér ennþá :(
Plön um jólin: Confirmed! Roger that.
Jólagjafir sem búið er að pakka inn: Tvær... ég keypti eina pakkaða og hinni varð ég að pakka inn svo að Jói myndi ekki kíkja í kassann! Pakka restinni um helgina með piparköku í annari og jólaöl í hinni!

Annars er bara allt gott að frétta fyrir utan óþolandi rigningahelvíti. Strákarnir mínir eru um það bil að detta í jólafrí og orðnir mjög spenntir. Annars er ég frekar værukær þessa dagana, væri alveg til í að taka einn dagi í að sofa út í eitt. Smá uppsöfnuð þreyta í gangi held ég.

Við keyptum okkur ótrúlega skemmtilegan tölvuleik, svona kvikmyndaspurningaleik sem heitir Scene it! Þetta er ótrúlega fjölbreyttur leikur með allskyns þrautum. Ekki slæmt að geta lífgað upp á rigningakvöldin með nettu rústi í Scene it ;D

Hlakka geðveikt til 22.des, þá ætlum við nokkrar að hafa smá stelpupartý. Helga mín verður þá komin í bæinn og ekki tilefni til annars en að slá upp veislu!

Back to work... hafið það gott fram að jólum, krúttin mín.

Monday, December 10, 2007

Dessemmper



What's cookin' ya good lookin' ? Hvernig gengur ykkur í jólaundirbúningi? Ég skelli upp lista:

Keyptar jólagjafir: 3 stykki. Það er ok.. ennþá
Jólaskreytingar í íbúð: Komnar upp!! Vá, hef örugglega aldrei verið svona snemma í því áður.
Jólalög sungin: Mörg. En kannski bara hálft í einu því að allir slökkva þegar ég syng :(
Jólakort skrifuð: Zero! Best að fara ekki fram úr sér í jólaundirbúningi sko...
Jólakökur bakaðar: Engin. Kannski nenni ég að baka piparkökuhús... kannski ekki.
Jólaföt keypt: Búin að kaupa á strákana, ekki á mig. Veit ekki hvort ég fer í jólaköttinn eða ekki þessi jólin... verður spennandi að komast að því.
Staða jólahreingerningar: BÚIN!!!

Þarna sjáið þið að ég er bara á ágætis róli með þetta. Sem er mjög óvanalegt fyrir mig í rauninni. Vei fyrir mér!

Héldum afmæli minnsta strumpsins í gær. Hann varð fimm ára á föstudaginn og ber aldurinn bara nokkuð vel :) Núna er ísskápurinn minn fullur af kökuafgöngum sem bíða eftir því að vera borðaðir. Ætli þeir endi ekki bara í ruslinu. Allavega ætla ég ekki að borða þá :-/ Maður þarf að passa línurnar í desember, alltof margar freistingar í gangi!!!

Jæja, best að halda áfram að stressa sig hérna í vinnunni... það er svo rosalega gaman. Ta, ta!

Monday, November 26, 2007

Crazy crazy days...



Vá. Flutningar. EKKI í uppáhaldi! Reyndar höfum við staðið í meiru en flutningum þar sem við tókum alla íbúðina mína í gegn "í leiðinni". Hef afrekað að grisja eigur mínar um a.m.k. helming sem er alltaf gott enda ekki gert almennilegan skurk í því í mörg ár. Erum búin að fá ómetanlega hjálp frá foreldrum hans Jóa við málningarvinnu og skipulagsbreytingar. Ótrúlega hjálpsamt og duglegt fólk :)

Svona tiltekt fylgir alltaf smá svona "trip down memory lane". Maður fer í gegnum hluti og pappíra frá annari öld (Já, tók geymsluna mína semsagt í gegn líka). Myndir úr grunnskóla, skóladagbækur frá Laugaskóla, gestabók frá framhaldsskólaárunum, þunglyndislegt krass frá 1997, bæklingur á borð við "barn í vændum" frá 1998 og fleira í þeim dúr. En vááááá, hvað ég var dugleg að henda!! Ég er "minningafrík" og á erfitt með að henda hlutum sem hafa snefil af tilfinningalegu gildi.

En come on... heilu pappakassarnir af drasli?? Anyway... grisjaði þetta samviskusamlega með það fyrir augum að það sem væri vert að muna eftir myndi lifa í minningunni... án þess að hafa pappakassa af drasli til að minna á sig.

Flutningum er að verða lokið. Gengur hægt þessa dagana enda erum við að vinna allan daginn og svo þarf víst að sinna þessum krakkavitleysingum líka (er mér sagt). Nánast allt dótið hans Jóa er komið á sinn stað (hann á mikið af dóti) og núna eigum við "bara" eftir að ná í eldhúsdótið. Sennilega tökum við nokkrar lotur í glímu til að finna út hverju á að henda og hverju á að halda. En það fylgir víst sameiningu tveggja heimila. Milljón pottar, þrjúþúsund diskar, tveir örbylgjuofnar, 3 kaffivélar...Vantar einhverjum eldhúsdót?!?!

Tókum svo létt kaupflipp í síðustu viku. Keyptum sjónvarp, heimabíó, þurrkara og ísskáp. Við erum ekki íslendingar fyrir ekki neitt sko. En þetta eru allt súpergræjur... fyrir utan þurrkarann... hann er bilaður... já... strax bilaður. Enda keyptum við þann ódýrasta í búðinni (kostaði samt 60 þús!), hundleiðinlegt að kaupa sér þurrkara... svona svolítið eins og að kaupa sér klósett. Nauðsynlegt en leiðinlegt. Pabbi kom svo í gær og tengdi vatn í ísskápinn þannig að ég get fengið mér klaka í vatnið mitt. Mmmmm.... klakar!

En það sér allavega fyrir endann á þessu. Nokkrir pappakassar í viðbót og málið er dautt.

Læt þetta duga í bili, þakka þeim sem lesa...blogga aftur fljótlega ef ég lendi ekki undir pappakassa.

Monday, November 12, 2007

Köben, afmæli yngri ungans, upprisa hornsins og eigið líf

Köben var fín. Stutt ferð en fín. Verslað. Borðað. Verslað. Drukkið kaffi.Verslað. Í raun og veru er Köben bara svona eins og Rvk. Verð er svipað og veðrið m.a.s. svipað. Danmörk eru ekki svona útlönd í þeirri merkingu!

Steini minn, yngri unginn minn, varð sjö ára þann 31.okt. Ég hélt bekkjarafmæli þeirra bræðra tvö kvöld í röð. Ég verð að segja að ég er ofsalega fegin að það er ár í næstu afmæli ;)

Synir mínir eru búnir að vera erfiðir við mig undanfarið þ.e.a.s. þeir heyra ekki alveg hvað mamma þeirra er að biðja þá um. Ég verð að segja alveg eins og er að ég kann illa að díla við svona. Ég hef alltaf náð góðu sambandi við þá þó að þeir hafi farið í gegnum sín "feis". Sat heillengi í gærkvöldi og ræddi við þá og fannst ég loksins í fyrsta skipti í nokkrar vikur ná til þeirra. Kannski er ég bara að ofdekra þessi litlu dýr mín í staðinn fyrir að láta þá vinna svolítið fyrir hlutunum. Við ákváðum í sameiningu að sem refsingu fyrir óhlýðni undanfarna daga myndi ég taka af þeim bassann og gítarinn í mánuð. Vona svo sannarlega að þessu "feisi" fari að ljúka, það er ótrúlega orkusjúgandi að þurfa að segja sama hlutinn billjón sinnum.

Í þessari viku erum við Jói að byrja framkvæmdir á íbúðinni minni. Og reyndar tengdó líka. Þau eru ótrúlega hjálpsamar og aktívar manneskjur og ég er mjög þakklát fyrir það. Manni veitir ekki af smá "bústi" af og til. Reyndar eru þetta ekkert stórar framkvæmdir (þannig lagað séð) og við vonumst til að geta klárað þessa flutninga og allt um helgina. Eitthvað segir mér að þetta verði ansi busy vika en svo vonandi er þetta líka bara búið í bili!

Þangað til næst...

Monday, October 22, 2007

Djúpivogur, afmæli ungans, upprisa holdsins og eilíft líf



Stebbi minn á afmæli í dag. Orðinn 9 ára. Þessi mynd er tekin af honum fyrir nokkrum árum af ljósmyndara Morgunblaðsins þar sem hann var fyrirsæta fyrir grein sem hét "Ég ætla að verða bjargvættur!" og fjallaði um draumastörf barna. Stefán ætlar reyndar ekki að verða bjargvættur lengur heldur tannlæknir og rokkari (svona í aukastarfi væntanlega). Gaurinn var í sínum fyrstu samræmdu prófum í síðustu viku. Ég veit ekki sko... ég var ekkert að undirbúa hann fyrir þessi próf enda hélt ég að um stöðupróf væri að ræða. Hef svo heyrt að foreldrar hafi þrælt börnunum sínum í gegnum fullt af gömlum prófum á skolavefur.is og nánast látið þau gleypa margföldunartöflurnar og samheitaorðabækur. Vona bara að minn komi vel útúr þessu þrátt fyrir kæruleysi móður sinnar.

Flaug á Höfn á föstudagsmorgun (bjakk, vond vond flugferð) og eyddi helginni með Helgu minni, Sunnu minni og Arnari "litla" frænda á Djúpavogi. Alltaf yndislegt að vera með þessum elskum. Mikið hlegið, mikið bullað og flest heimsvandamálin leyst. Sakna þess ótrúlega mikið að hafa Helgu ekki í Reykjavíkinni því svona "fundir" gefa manni meira heldur en maður gerir sér grein fyrir. Ég, Sunna og Arnar keyrðum svo í bæinn í gær í hávaðaroki og rigningu. Er það bara ég eða er ALLTAF rigning núna?

Um leið og ég kom í bæinn í gær bauð sætasti maður í heimi mér í mat að eigin vali sem að sjálfsögðu var Nings (mmmmm... Niiiings)! Fyrirhugað er svo í vikuni að fá fasteignasala til að kíkja á íbúðina hans Jóa og byrja þetta "skemmtilega" söluferli. Hlakka til að búa með honum og lifa "venjulegu" lífi (smá lókal). Ef að við þurfum að sakna hvors annars þá get ég alltaf farið í heimsókn til Helgu aftur :)

Vikan leggst vel í mig... held að þetta verði góð vika!

Knús á línuna!

Friday, October 05, 2007

Stjörnumerki...


Svona í tilefni föstudags og "freshly started" leiðinlegs októbermánaðar...

Hvað viðkomandi segir samkvæmt merkinu sínu að kynlífi loknu:

Steingeit: "Áttu nafnspjald?"
Vatnsberi: "Gerum það núna í engum fötum!"
Fiskur: "Hvað sagðist þú annars heita?"
Hrútur: "Ok , gerum það aftur!?"
Naut: "Ég er svangur / svöng--- pöntum pizzu"
Tvíburi: "Veistu hvar fjarstýringin er?"
Krabbi: "Hvenær giftum við okkur??"
Ljón: "Var ég ekki frábær??"
Meyja: "Ég verð að þvo rúmfötin?"
Vog: "Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka"
Sporðdreki: "Ég ætti kannski að tengjast þér?"
Bogmaður: "Ekki hringja í mig - ég hringi í þig"

Skil ekki alveg sumt en annað meikar alveg sense. Nema ljón... þau eru ekki svona miklir egóistar!! Allavega ekkert ljón sem ég þekki.

Góða helgi, gott fólk!

Tuesday, September 25, 2007

Nýjar en mjög nauðsynlegar sagnir í íslenskri tungu!

Við lifum á tíma tækni og upplýsinga. Þróunin er hröð og því verða til orð sem þyrfti kannski að ígrunda betur. Hérna eru örfá dæmi:

Jáuð. Sögn. Að vera jáaður er að vera flett upp á ja.is í leit að símanúmeri og/eða heimilsfangi.
Dæmi um notkun: "Ég jáaði hann og sá að hann býr ennþá í Engihjalla."

Gúgglaður. Sögn. Að vera gúgglaður er þegar nafnið manns er slegið inní leitarvélina Google.com.
Dæmi um notkun: "Ég gúgglaði hana og fann þá bloggið hennar."

Þjóðskráaður. Sögn. Þegar einhver er þjóðskráaður er honum flett upp í þjóðskrá í leit að nánari upplýsingum t.d. afmælisdegi eða lögheimili, jafnvel sambýlismanni/konu.
Dæmi um notkun: Hún þjóðskráaði mig og sá að ég bý ennþá með Gunnu.

Kannski er þetta ekki algengar sagnir en vissulega mikið notaðar af mínum vinkonuhópi. Sumir kalla þetta persónunjósnir en ég kalla þetta skynsamlega notkun á upplýsingatækni :) Ég ætla ekki að fara út í fleiri nýjar sagnir sem fylgja þessari tækni en þær eru vissulega fleiri og sumar gagnlegri en aðrar.

Monday, September 24, 2007

Svo dugleg að blogga...

... eða hvað?

Life goes on og núna eru að koma jól. Jebbs... jólin eru að koma, krakkar.

Það hefur ýmislegt á daga mína drifið m.a.:

* Fór á Chris Cornell tónleika sem voru alveg meiriháttar góðir. Þrusuflottur í alla staði hann Krissi.

* Fékk TVÆR hraðasektir á hálftíma. Samtals mátti ég punga út 23 þús krónum fyrir að aka fyrst á 41 km/klst og svo 52 km/klst. Algjörlega með ólíkindum að íslensk lögregla hafi ekkert annað að gera heldur að en stoppa fólk á þessum hraða... eða taka myndir af því réttara sagt. Blóðpeningar segi ég... BLÓÐPENINGAR!!!

* Fór með bílinn minn í skoðunn og fékk grænan miða :( Keypti spindilkúlu og tvo stýrisenda. Með því að biðja pabba gamla um að redda þessu fyrir mig spara ég mér 70 þús. En vá hvað mig langar að gera eitthvað allt annað við peningana mína en að kaupa varahluti!!!

* Planaði árshátíð í Köben fyrir vinnuna mína. Fínt að fara til Köben að kaupa jólagjafir í byrjun nóvember.

* Keypti mér tölvuleik sem ég er búin að eyða óhemjumiklum tíma í. What a good waste of time! En hei... ég horfi heldur eiginlega ALDREI á sjónvarp svo að ég MÁ spila tölvuleiki. Reyndar horfi ég á þætti í tölvunni minni líka. En það má líka. Það má.

* Keypti mér líka ógeðslega góða hnífa sem ég elska. Þeir voru soldið dýrir en það er actually gaman að skera með þeim. Jei... ég er alltaf að skera. Hver hefði trúað því að það væri gaman að skera niður tómata?

Jæja, þetta var smá öppdeit. Annars er allt gott að frétta. Eftir að hafa náð mér uppúr venjubundnu haustþunglyndi að þá leggst veturinn nokkuð vel í mig. Synir mínir standa sig eins og hetjur að ganga heim úr skólanum á hverjum degi og haga sér eins og ljós þangað til að ég kem heim. Reyndar hringja þeir svona þrisvar-fjórum sinnum í mig á þessum eina og hálfa klukkutíma til að fá leyfi til að gera hitt og þetta en það fylgir víst bara þessum hluta sjálfstæðis :)

Life is good, guys!

Wednesday, September 05, 2007

Oooog þá kom blogg!


Halló elskurnar mínar... þið sem hafið ekki löngu gefist upp á að skoða þetta lamaða blogg. Síðasta blogg er skrifað í lok júní - lame!

Hmm, já... þetta sumar. Búið að vera í heildina helv. fínt. Yndislegt veður hérna á klakanum síkalda. Júlí var undirlagður í vinnutörn dauðans þar sem ég vann tveggja manna starf allan júlí. Einstaklega hressandi... svona eftir á allavega. En gott að hafa nóg að gera, dagarnir líða hratt. Eins og góðir msn vinir tóku eftir, þá taldi ég niður dagana, klukkustundirnar og mínúturnar í fríið mitt sem kom á endanum um verslunarmannahelgina.

Ég og betri helmingurinn skelltum okkur til Búlgaríu í byrjun ágúst. Ég var mjög ánægð með land og þjóð og síðast en ekki síst verðlag :) Það eina sem skyggði á ferðina og fríið var að ég fékk flensu (að sjálfsögðu fékk ég flensu) seinni vikuna og nokkra daga eftir að við komum heim. Ekki gaman að vera veikur í útlöndum en ég gerði mitt allra besta til að afneita veikindunum.

Þvílíkt sældarlíf þetta var. Tjill á daginn og út að borða á kvöldin. Á komandi hrollköldum vetrardögum á ég örugglega eftir að sjá Golden Sands í hyllingum. Mæli með þessum stað fyrir þá sem vilja prófa eitthvað annað en dæmigerðar spænskar sólarstrendur. Snilldar matur, menning, sjór og veður. Og kommúnistalyktin ekki alveg farin úr loftinu ennþá þó það styttist örugglega í það.

Meðfylgjandi snákamynd er tekin 14.ágúst (fyrsti í flensu). Þeir sem hafa góðar glyrnur geta rýnt betur í myndina... á vinstri höndina mína og séð þar gullhring. Þann 14.ágúst trúlofaðist kellingin nebbilega úber-gaurnum... ekki svo löngu fyrir snákamyndatöku. OG já... ég tek öll stóru orðin til baka..."ætla aldrei að trúlofa mig aftur bla,bla,bla...". Vona bara að ég hafi ekki veðjað við neinn. Man allavega ekki eftir því :)

Synir mínir hafa haft það gott í sumar. Fóru í t.d. sumarbúðir KFUM og komu syngjandi biblíusöngva til baka. Jei! Eru nú nýbyrjaðir í 2. og 4. bekk. Aha. I rest my case. Þeir eru orðnir fullorðnir :/

Þeir áttu býsna góðan dag í gær þar sem 4 ára gamall draumur Stefáns rættist "loksins" og hann eignaðist sinn eigin rafmagnsgítar. Steini keypti sér bassa :) M.ö.o. er friðurinn úti á mínu heimili! Þeir eru búnir að safna fyrir þessu sjálfir (með góðri hjálp Steina afa) og ljómuðu eins og tvær sólir þegar þeir komu heim með gersemarnar í gær. "Þetta er tvímælalaust besti dagur lífs míns" sagði Stefán þegar hann var lagstur upp í rúm í gær. Gaman að því :)

Ég er mjög fegin að lífið er að komast í rútínu eftir sumarið. Þetta nefnilega er allt svo passlegt sko... því að í júní næstkomandi verð ég komin með hundleið á rútínunni og þá byrjar annað sumar. Merkilegt nokk hvað þetta passar allt saman vel!!

Næst á dagskrá eru svo Chris Cornell tónleikar sem ég hlakka ótrúlega til að sjá. Þangað til þá... bless í bili, babes :D

Thursday, June 28, 2007

Ég stal'essu prófi!!

Your results:
You are Supergirl
























Supergirl
95%
Wonder Woman
85%
Catwoman
80%
Superman
70%
Batman
65%
Robin
62%
The Flash
60%
Green Lantern
60%
Hulk
55%
Iron Man
55%
Spider-Man
50%
Lean, muscular and feminine.
Honest and a defender of the innocent.


Click here to take the Superhero Personality Quiz



Ég held að spurningarnar um push-up bra og áhuga á geimferðum ráði þessum úrslitum. Og jú... auðvitað sú staðreynd að mér finnst gaman að fljúga!! En mig langaði að vera Flash... eða Hulk!

Thursday, June 14, 2007

Sumar, umar,mar..... humar...?

Jebbs, er í sumarfríi.



Fyndið að fatta allt í einu að það sé komið sumar. Vísbendingarnar voru þessar:



* Allt í einu er langt síðan ég fór í úlpu.

* Það er enginn ofvaxin skólataska á baka sona minna eftir daginn.

* Það er hávaði í sláttuvélum allan liðlangan daginn

* Og lykt af nýslegnu grasi sem er besta lykt í heimi!

* Búin að borða ógrynni af grillmat undanfarnar tvær vikur.

Ég elska sumar...! Þó að það sé ekki alltaf sól (reyndar mjög sjaldan sól) þá er bara nóg að kíkja á almanakið og sjá að það er JÚNÍ!

Fórum í sumarbústað í Skorradal í viku. Það var rigning og rok allan tíman fyrir utan einn dag!! En það var samt fínt :) Að vera langt í burtu frá öllu þessu hversdagslega og venjulega með þremur æðislegum (stundum óþekkum) strákum og einum frábærum manni var snilld :)

Þessi vika er svo bara búin að vera chill. Fór og hitti hana elsku Eddu mína í gær, hún er í bústað í Grímsnesi með manni og syni. OMG, æðislegur þessi sonur!! Frábært að hitta Eddu loksins, hún er algjör perla. Þegar maður á svona mikla sögu með einhverri manneskju þá virðist ekki skipta máli hvort maður hitti hana á tveggja ára fresti eða tveggja daga fresti. Og það er dýrmætt.

Jæja, ég ætla að drulla mér í Sorpu. Með allskyns drasl.

Knús og kossar!

Wednesday, May 30, 2007

Mín vandamál....

... eru lúxusvandamál. Og sem betur fer á það við um flesta. Að fylgjast með Ástu og hennar baráttu gefur manni virkilega aðra sýn á lífið. Maður ætti barasta að skammast sín stundum.

Knús!

Thursday, May 24, 2007

Hmmm.. blogg? Hva'er það?

Var ég einhverntíman að blogga, segiði? Ekki man ég eftir því!!

Ég ákvað að setja inn eins og eina færslu þar sem ég stóð sjálfa mig að því að bölva öðrum bloggurum áðan fyrir að skrifa ekkert nýtt á sitt blogg :D

Hvítasunnuhelgin er handan við hornið og svo fer ég í smá sumarfrí 1.júní. Planið er að skella sér í bústað í viku með krakkaskarann. Nú er bara að leggjast á bæn og vona að veðrið verði þokkalegt. Síðast þegar við fórum í bústað var rok og rigning alla vikuna og allir komnir með snert af "cabin fever".

Í dag er skelfilega lítið um að vera í vinnunni minni, ég er þegar búin að lesa allt internetið (fyrir utan ja.is) í dag og klára öll fyrirliggjandi verkefni. Ég held að ég sé vannýttur starfsmaður :)

Sumarið ætlar að láta bíða eitthvað eftir sér, bölvað. Ég var komin í þennan fína sumargír um miðjan mánuðinn en hei... svo kom snjór!! Hvað er það!? Ég verð brjáluð ef að það kemur annað sumar eins og í fyrra! Það er löngu kominn tími á að skella kaðal í þetta sker og sigla með það eitthvað suður í höf.

Og svo er það pólitíkin. Ég verð að lýsa þónokkurri ánægju með nýstofnaða ríkisstjórn. Að sjálfsögðu hefði ég viljað að Ingibjörg Sólrún hefði staðið við stóru orðin og tekið Ísland strax af "lista hinna staðföstu (morð)þjóða" en svona er þetta alltaf. Fólk lofar og lofar og verður svo að svíkja helminginn til að miðla málunum við samstjórnendur. Fúlt samt. Virkilega. Annars er ég með plott í gangi um að skjóta Halldóri Ásgrímssyni með teygjubyssu yfir til Írak... íklæddum "I love USA"-stuttermabol. Sjáum hvernig hann fílar það, kallinn.

Það er svo langt síðan að ég hef bloggað að ég er að spá í að gera bara svona samantektarlista. Sumsé, lesendur góðir... síðan ég bloggaði síðast er ég búin að:

* borga utanlandsferðina mína! Golden Sands, I'll be there soon :)
* Fara í tvær fermingar m.a. hjá honum Arnari Loga systursyni mínum. ( Shit tíminn líður)
* Fara í afmæli
* Grilla ótrúlega oft miðað við veður
* Fara í klippingu... ég er með topp!! Ég er soldið eins og ellefu ára... en fínt að breyta til.
* Heyra frá lækninum mínum að sennilegast sé ég með kaffi-óþol!! Ég kýs að ignora það.
* Skoða möguleika á breyttum heimilisaðstæðum.
* Horfa upp á eldri son minn koma heim frá frænda sínum með hanakamb!
* Rökræða við eldri son minn um staðalímyndir pönkara.
* Gefa yngri syni mínum ótrúlegt magn af pensillíni í tilraun til að stoppa horframleiðslu for good!
* Eignast gullfisk! (sem reyndar borðar sporðinn af bardagafisknum hans Jóa... ekki mér að kenna)
* Rökræða við sjálfa mig að ég þurfi ekki að eignast ótrúlegustu hluti sem ég hef síðan EKKI keypt. (dugleg)
* Kjósa!
* Kaupa hlutabréf... eftir nokkur ár verð ég Björgólfur Thor (eða what's-his-name)

Ég er hinsvegar EKKI búin að:

* taka til í geymslunni minni. Allt á ganginum ennþá... damn hvað mér finnst þetta leiðinlegt.
* finna línuskautana mína fyrir sumarið. Ég held ég viti samt hvar þeir eru.
* olíubera parketið heima hjá mér... átti að gera það aftur fyrir ári :-

Rosalega þarf maður að fara að bretta upp ermarnar og gerast iðnaðarmaður í nokkra daga. Kannski hægt að nota fríið framundan að hluta til í það.

Jæja, tími til kominn að fara að vinna aftur.

Nú eigið þið að blogga!!

Friday, March 02, 2007

Snillingur :)

Á sinn kómíska hátt veltir Sigmar því fyrir sér hvað fari fram á klámráðstefnu.

Bara snilldarblogg - mæli með lestri.

Gæti ekki verið meira sammála honum :)

Monday, February 26, 2007

The black spots in our minds....


Kveikjan á því að skrifa blogg um þetta málefni er pælingar undanfarna daga í hvernig fólk (almennt) tæklar geðheilbrigði sitt.
Geðheilbrigði er ekki eitthvað sem aðeins faglega greindir og viðurkenndir geðsjúklingar þurfa að gæta að heldur hver og ein einasta manneskja.
Á meðan að við sneiðum hjá öllum fitandi sósum, hættum að reykja og tökum 3 tegundur af vítamínum þá er heilinn okkar að streða, eins síns liðs við að halda okkur "sane".
Það er svo merkilegt að eiga samræður við sumt fólk um geðsjúkdóma eða bara almennt geðheilbrigði. Fordómarnir eru svo gríðarlegir og steinarnir fjúka endalaust úr hverjum glugga glerhússins.
En ég nenni ekki að tala um þröngsýnt fólk sem lítur á geðheilbrigði sem sjálfsagt. Ég ætla að tala um allt annað. Ég ætla að tala um "the black spots" sem að allflestir hafa á sálinni og hvernig losna má við þá.
Þessir svörtu blettir geta verið mismargir, misdökkir og misstórir. Ráðið til að þekkja þá er einfalt. Við lokum augunum og hugsum aftur í tímann. Sumir þurfa að hugsa lengi, aðrir mjög stutt áður en þeir rekast á sinn fyrsta blett.
Þegar að við ósjálfrátt eða meðvitað sneiðum frá ákveðnu atviki í fortíð okkar erum við búin að finna svartan blett. Bletturinn er minning sem kallar fram neikvæð viðbrögð hjá okkur. Viðbrögðin eru í formi tilfinninga sem geta verið t.d. reiði, sárindi, samviskubit, skömm, kvíði etc.
Heilinn sneiðir því framhjá eða "hraðspólar" yfir þessa tilteknu minningu vegna þess að við viljum ekki upplifa þessar tilfinningar aftur og jafnvel treystum okkur ekki til þess.
Minningarnar óþægilegu geta haft meiri áhrif á okkur en við vitum og gerum okkur grein fyrir. Þær gætu jafnvel tengst fólki sem okkur þykir vænt um og lita okkar samskipti við það án þess að við spáum í því. Þó að "the black spots" séu ekki alvarlegir er um að gera að losa sig við þá. Hmmm, hvernig?
Enskumælandi þjóðir eiga hið góða orð "closure". Almennileg íslensk þýðing á þessu orði er sennilegast ekki til svo við notumst við það enska.
Til að geta náð "closure" á ákveðna minningu eða atburð sem íþyngir okkur þá þurfum við að rifja upp. Í smáatriðum. Og upplifa jafnvel allskyns leiðinlegar tilfinningar.
Þegar tilfinningarnar hafa allar poppað upp á yfirborðið er kominn smá tími til að analysa þessar tilfinningar. Í sumum tilfellum uppgötvum við strax að þær eiga engan veginn rétt á sér eða eru kjánalegar og við getum strax sleppt þeim og fengið "closure". Í öðrum tilfellum er nauðsynlegt að hugsa aðeins meira. Og hafa eftirfarandi í huga:
1. Fyrirgefningu. Fyrirgefðu þér og öðrum. Það er ekkert þess virði að menga líf þitt.
2. Er möguleiki að maður sé með smá "over react" á tilfinningar?
3. Taktu ábyrgð á því sem er þín sök og ekki kenna öðrum um eitthvað sem ætti að skrifast á þig (og ekki gleyma að fyrirgefa svo sjáfum/sjálfri þér).
4. Hefnd er í langflestum tilfellum röng leið til að tjá tilfinningar. Einungis vítahringur.
5. Mundu að enginn er fullkominn og allir mega gera mistök. Allir. Oft. Svo lengi sem þeir taka ábyrgð á þeim.
6. Þú breytir ekki öðrum eða hvernig þeir hugsa eða hvað þeim finnst um þig. Þú ert sá eini /eina sem þú getur breytt.
7. Er einhver aðili sem bjó til "black spot" hjá þér sem þú vilt tala við og fá "closure"? Gerðu það þá.
Núna er ég að tala um hina basic heilbrigðu manneskju og hennar "black spots". Þeir sem eiga við krónískt þunglyndi eða aðra geðsjúkdóma að stríða gæti þótt erfitt að afmá svarta bletti án hjálpar.
Eins og ég sagði áðan hafa pælingar um geðheilbrigði verið mér ofarlega í huga undanfarið og það kemur til vegna þess að svo margir í kringum mig eru að ströggla við svona hluti þessa dagana.
Allavega eigum við öll að geta hjálpað okkur aðeins sjálf og muniði að The past made us who we are :)
Spáiði í þessu, elskurnar mínar!

Thursday, February 22, 2007

Segið mér...

...hvur fjandinn er "aksturseiginleikar"??

Allir bílar eru samkvæmt auglýsingum með ýmist framúrskarandi eða frábæra aksturseiginleika.

Þvílíkt orð. Ég efast ekki um að það sé hægt að aka öllum nýjum bílum. Annars væru þeir varla bílar???

Og hver er munurinn á frábærum aksturseiginleikum og lélegum aksturseiginleikum?

Mér leiðist þegar að auglýsendur slá um sig með einhverjum langlokuorðum sem þýða í raun ekki neitt!

Sunday, February 11, 2007

omfg...

Sá að eftir uppfærslu yfir í Google að linkarnir mínir eru ekki með íslenska stafi!! Vá, hvað þetta pirrar mig!

Er virkilega ekki hægt að hafa þetta kerfi betra? Really??

Nenni allavega ekki að laga þetta núna.

okkkei..

Ég ætlaði bara að blogga smá ... var neydd til að uppfæra Blogger accountinn minn yfir í Google fyrst.

Ekki það að ég elski ekki Google. Google er my thing og hefur verið síðan 1999 en... mér finnst alltaf svolítið óþægilegt þegar sami aðili kaupir allt, er allt og getur allt. Svona ekki ósvipuð tilfinning og Baugstilfinningin. They are everywhere.

Anyways! Núna er sunnudagur og þessi helgi er ekki búin að vera "as planned". Báðir synir mínir fengu gubbupest dauðans á aðfaranótt laugardags svo að við eyddum gærdeginum í gubb. Gærdagurinn átti hinsvegar að fara í allt aðra hluti s.s. bílaþrif, geymslutiltekt og vinnu. En gubbið fékk að ráða. Hail to the vomit!

Í dag ætlum við í afmæli hjá honum Arnari Loga okkar sem er 14 ára gamall í dag. 14 - ára - gamall! Wow. Synirnir eru orðnir hinir sprækustu þrátt fyrir að hafa verið fárveikir fyrir sólarhring. Ekki um annað að ræða en að skella sér í afmæli.

Annars er allt gott að frétta. Janúardoðinn er óðum að hrisstast af mér og orkan vex eftir því. Algjör munur að koma heim til sín kl. rúmlega fimm á daginn og það er ennþá bjart úti.

Þarf að fara og slétta á mér hárið. Ég finn hvað hárið er brjálað... sofnaði með það blautt í gær og vaknaði því eins og ...fáviti í morgun. Ég er komin með leið á sífelldri baráttu minni við eigið hár. Hún hefur staðið yfir í 20 ár er orðin frekar þreytt!!

Adios putas

Wednesday, January 31, 2007

Út úr myrkviðum janúar

Hví þarf árið að byrja á janúar??

Þessi mánuður er ekkert búinn að vera sá besti hingað til. Ég náði mér í væna slummu af skammdegisdoða og svaf nánast frá mér þennan mánuð. Þ.e. ég komst í það ágæta "mode" að sofna hvar og hvenær sem var. Bjarndýrin leggjast í dvala... ég sef. Svoleiðis er það.

Þessi mánuður er heldur ekki búinn að vera sá versti. Staðreyndin er bara sú að fólk er leiðinlegra í janúar en aðra mánuði (ritari meðtalinn). There you have it!

Heyrði í útvarpinu um daginn athyglisverðan punkt. Þar sem maðurinn er upprunninn í sólríkri Afríku þá á fólk sem býr á norðuhveli jarðar ekki jafn auðvelt með að funkera þessa dimmustu mánuði ársins og ella. Áður fyrr gerðum við ráð fyrir þessu, hægðum á okkur þessa mánuði, sváfum lengur (enda svosem ekkert hægt að vera úti að slá gras!) og létum þessa mánuði líða í rólegheitum.

En núna ætlumst við til að hugur og líkami virki alveg jafn vel alla mánuði ársins. But it doesn't!! Við erum ekki hönnuð fyrir þetta endalausa myrkur. Og ekki þennan kulda heldur. Þá værum við með feld. Já. Og... værum ekki svona leiðinleg í janúar heldur.

Speaking of sun...

Ég er að fara út í sumar. Jábbs. Ákveðið. Pantað. Bókað. Frágengið. Loksins. Ég og betri helmingurinn minn ætlum til Golden Sands í Búlgariu í ágúst að chilla. Hlakka geðveikt til :) :D :) Í Búlgaríu ku vera gríðarlega fallegt og ekki of túristavætt ennþá. Og roooosalega falleg löng hvít strönd við blátt haf. Þarf ekki meir :)

Say whut?

Ég er ekki að fatta íslenska kerfið stundum. Þið munið kannski eftir "stóra DC málinu" þar sem lögreglan fór heim til 10 manns, handtók þá og tók allt tölvutengt til rannsóknar. Eins og fólk átti bágt með að skilja at the time, þá var þetta útaf skráarskiptum (e. download/upload).

Kærastinn minn var einn af þessum tíu. Í september 2004 átti þetta sér stað. Í janúar 2007 er hann kallaður í skýrslutöku. Löggan virðist vera hálf lost hvernig hún á að snúa sér í þessu máli. Enn hefur engum tölvubúnaði verið skilað. Þarna er ég ekki að tala aðeins um harða diska heldur ALLT. Skjáir, lyklaborð, mýs, snúrur, geisladiskar... allt.

Þarna var á ferð lokaður "hub" einstaklinga sem skiptust á skrám. Þar sem ég var einn af stjórnendum gamla góða Deilis.is þá veit ég að tugþúsundir Íslendinga stunda þetta grimmt. Það er staðreynd og um það verður ekki deilt.

Þessir óheppnu 10 aðilar voru ekkert verri en hver annar í þessum málum. Dreifðu pottþétt minna af efni og meðal færri aðila. Engir peningar, sala eða ágóði var í gangi þarna frekar en hjá öðrum sem downloada. Þeir voru rangir menn á röngum tíma (og jafnvel í vitlausu húsi).

Smáís ( Samtök Myndrétthafa á Íslandi) stóðu fyrir þessari kæru, sáu um að koma tálbeitu inná þennan höbb, söfnuðu saman upplýsingum (jafnvel persónulegum) og skelltu svo á borð hjá RLS.

Tálbeitan sem notuð var dreifði langmest af efninu. Það er nefnilega ekki ólöglegt að downloada, heldur bara uploada (samkv. lögum 2004). Vissuð þið það? Og afhverju er allt í lagi að nota tálbeitu allt í einu?

Málið er bara það, að það er enginn að tapa á downloadi. Kærastinn minn á stærsta geisladiskasafn af öllum sem ég þekki, við förum í bíó, kaupum áskrift af stöð2, við kaupum DVD og ég m.a.s. leigi ónýta DVD diska úti á vídíóleigu! Allar sölutölur eru UPP.

Hver er þá að tapa? Ég get ekki svarað svo sem fyrir einhverja unglingsvitleysinga but then again... það eru ekki þeir sem er frumneytendur á þessum markaði. Og markaði btw sem tekur fólk í þurrt ra**gatið á hverjum degi.

Ég hata fordómana í kringum þetta. Ég þoli ekki fólk sem segir "þetta er þjófnaður!!!" þegar ALLIR brjóta höfundarétt nánast daglega. Allavega þekki ég ósköp fáa sem ekki hafa náð sér í tónlist eða annað á Netinu.

Hversu margir eru með löglegt Windows, hversu margir eru með löglegan Office-pakka? Hver hefur ekki tekið geisladisk upp á kassettu og gefið vini sínum? Þetta er allt sami "glæpurinn". Og ég þoli ekki hræsnina í fólki sem að finnst þessir tíu aðilar sem voru handteknir 2004 eitthvað verri en þeir sjálfir.

Jæja, nóg um þetta. Það mun koma í ljós fljótlega hvort hægt sé að ákæra í þessu máli og vonandi sér fólk sóma sinn í því að líta sér nær þegar þetta fer í umræðunna aftur.

Grein eftir hinn handtekna kærasta má lesa hér : http://www.netfrelsi.is/gamalt/2006/09/u_varst_handtek.php


And the rest....

Öllum líður vel. Synir mínir eru súperduglegir í skólanum og sá yngri orðinn algjörlega fluglæs. Þeir rífast óvenjulítið þessa dagana móður sinni til mikillar ánægju. Þeir eru hjá pabba sínum núna þriðju hverju viku, þegar hann er á dagvakt.

Stundum vildi ég óska þess að ég væri ekki með svona blandað forræði. Þegar ég er í eigingirniskasti og þegar ég ímynda mér að börnin mín hafi það alltaf best hjá mér, þá óska ég þess. En þetta er sennilega best svona. Börn þurfa jú föður sem sinnir þeim jafnmikið og hann getur.

Jólaskrautið mitt er samanpakkað við dyrnar. Ég skil ekki útaf hverju það fer ekki niður í geymslu. Það bara er þarna. Í næsta mánuði - febrúar - getur vel verið að ég fari með það niður. Mögulega...hugsanlega.

Segiði svo að ég bloggi aldrei, bitches! Luv and peace - over and out...

Wednesday, January 03, 2007

Nýtt ár

Tvöþúsundogsjö, herrar mínir og frúr. Oddatöluár, þau eru yfirleitt betri að mínu mati!

Núna er tíminn sem að allir kíkja smá inná við og skoða hvort eitthvað megi breytast til batnaðar. Allir ættu svosem að finna eitthvað sem má bæta í eigin fari og áramót eru ekkert verri tími en annar til að taka sjálfan sig smá í gegn. Áramótaheit er þetta víst kallað... þegar fólk heitir sjálfum sér og öðrum bót og betrun á einhverju sviði.

Ég strengdi áramótaheit... sem er að sjá til þess að aðrir framfylgi sínum áramótaheitum. Ég hef keypt mér písk, svipu og táragas. Auk þess hef ég útbúið lítið fangelsi fyrir þá sem springa á limminu.

Ég þarf ekki að strengja áramótaheit sjálf, þar sem að ég er óaðfinnanleg og fullkomin í alla staði....right...bæ.

Wednesday, December 27, 2006

Jólakvaþ?

Þá eru aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum yfirstaðnir og allir eru ennþá spriklandi á lífi (e. alive and kickin'). Þetta stress og hamagangur sem fylgir þessari hátíð er alltof, alltof mikið. Alltof.

Í vikunni fyrir jól sá maður stressið magnast hjá fólki (ritari meðtalinn). Fólk fór að líta undarlega á mann og hreyta út úr sér "ertu búin að gera allt fyrir jólin???". Þegar maður svaraði neitandi að þá létti yfir fólki og það eygði von um að vera ekki einu aumingjarnir sem næðu ekki að "klára allt" fyrir jólin. Þetta er satt. Þetta er klikkun!

Maður má þakka sínum sæla fyrir að hafa ekki orðið undir a.m.k. 50 innkaupakerrum, 30 bílum, 120 fjölskyldum, 6 hreindýrum o.s.frv. í þessu brjálæði sem hefur gengið yfir verslunarmiðstöðvar landsins. Af hverju er þetta svona?´

Nú finnst mér ég þurfa að taka það skýrt og greinilega fram að ég tek 100% þátt í þessu rugli. Ég reyni reyndar að keyra ekki yfir fólk í búðum (yfirleitt) en stressið er samt það sama. And for what??

Eitt kvöld. Eitt kvöld þar sem allt á að vera fullkomið. Ekkert má fara úrskeiðis og ekkert má vanta. Guð hjálpi því greyi sem brennir við sósuna eða gleymir að þvo blett úr skyrtu. Ekkert nema sólarhrings fangelsisvist nægir til að refsa þeim vitleysingi.

Aumingja börnin okkar sem eru búin að heyra endalausar jólaauglýsingar, jólatónlist og jólakjaftæði allan mánuðinn eru orðin stjörf af spenningi. Ég held að áreiti á börn í desember sé stórlega vanmetið. Og það virðist alltaf vera að aukast. Og ekki bætum við foreldrarnir svo ástandið með okkar stressi þar sem hver dagur fyrir jól er þaulplanaður og enginn tími fyrir ró og næði.

Og nei ég hata ekki jólin. Ég í raun elska jólin og átti mjög góð jól. En ég finn líka fyrir spennulosi og jólaþynnku (sem á ekkert skylt við áfengi). Það er víst undir hverjum og einum komið hvernig þeir halda sín jól. Næsta ár langar mig að ignora allar auglýsingar, fjölmiðla og samfélagið almennt og halda jól í bústað lengst út í sveit. En kannski er það ekki alveg jafngaman... :)

GLEÐILEG JÓL KÆRU VINIR!!

Wednesday, December 13, 2006

Jólasnjór, jólapakkar, jólapanikk....




Damn... 11 dagar í jól!!

Hvað er málið með tímann og hvers vegna er hann allt í einu með rakettu í rassgatinu?

Ég er orðin stressuð útaf þessu öllu sem er algjörlega það sem ég ætlaði EKKI að gera. Ég er að fara að upplifa mín þrítugustuogfyrstu jól og ennþá er ég ekki búin að læra að byrja FYRR á jólaundirbúningi!!

Hvað er ég búin að gera?

Gjafir keyptar: tvær! og ég keypti þær í gær....

Jólakort skrifuð: Ekkert!

Jólaföndur: Einn aðventukrans!

Bakstur: enginn (nema afmælisbakstur og hann telst ekki með!)

Jólalög sungin: nokkur

Jólalög sungin fyrir aðra: Tvö... og var beðin um að þegja.

Jólaskreytingar heima hjá mér: Ástand bagalegt!

Jólafílingur í prósentum: 63% ... sem er slæmt miðað við daga til jóla!

God damn it, will I ever learn???

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com